Ungmenni tefja umferð

Sæl veriði, þar sem ég er svokallað ungmenni áhvað ég að tjá mig.

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að réttlæta þær aðgerðir sem ungmennin stóðu fyrir í dag en það er eitt sem fór ROSALEGA í taugarnar á mér þegar ég las ummæli nokkurar bloggara.

Það voru ummæli eins og :
kennum börnunum okkar, virðingarleysi, þröngsýni og dónaskap. Hvar eru mamma og pabbi?????? Kannski að keyra vörubíl????? Bölvað væl og vein í öllum.

Þessi mótmæli ungmennana tengjast uppeldi foreldranna engan veginn.
Mér blöskrar þegar þið ætlið að reyna að skella skuldinni á foreldrana sem hafa ábyggilega flest öll gert sitt besta til að ala okkur ungmennin vel upp.

Bara svo þið gerið ykkur grein fyrir því þá tengist hegðun unglings ekki alltaf uppeldi!
Við erum með sjálfstæða hugsun og höfum sjálfstæðan vilja  og gerum það sem okkur dettur í hug að hverju sinni. 
Við erum uppreisnarmenn oft á tíðum og þá gerum við akkúrat andstætt við það sem foreldrar okkar hafa kennt okkur, og við BRJÓTUM reglur.

Hvað haldið þið að margar mömmur og margir pabbar hafi vitað af því að börnin þeirra myndu fara að mótmæla þarna í dag?
Ég get lofað ykkur því að það eru ekki margir unglingar sem fara til foreldra sinna og segja: Hey ég ætla að mótmæla í dag, ýkt töff skoo.
Og hvað þá að foreldrar segi við börnin: já flott hjá þér.

Ég meina ég efast um að foreldrarnir sem sáu börnin sín í sjónvarpinu að kasta eggjum í lögregluna hafi verið svakalega ánægð.
Ég meina það eru mörg ungmenni sem bara kunna alls ekki að meta hvað foreldrar þeirra hafa gert fyrir þá, og hvað þá hlýða nokkurn tíman.

Ég ætla að taka það skýrt fram AFTUR að foreldrar eiga ekki sök!

Ég mein eru þið bara ekki líka illa upp alin þar sem þið sitjið fyrir aftan tölvuskjá og annaðhvort hvetjið bílstjórana? Eða þá að tala illa um foreldra og að þeir séu ekki að standa sig í uppeldinu?

Maður spyr sig!


mbl.is Ungmenni tefja umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

í alvöru...

Meinarðu það ?

Emmi (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 17:41

2 identicon

hvað ertu að væla um uppeldi og eitthvað kjaftæði við vorum að fara þarna til að sýna vörubílstjórunum og því fólki sem er að keyra matinn okkar og dótið sem við erum að kaupa styrk sýna að við stöndum bakvið það og við viljum ekki að allt hækki og sumir eiga kannski bara 1 mömmu eða 1 pabba ... og það er kannski erfitt fyrir þau að reyna halda uppi krakka þegar allt fer hækkandi og þau eiga ekki penning í bensín og þú getur bara spurt heimskuna í þér að vera röfla út í eitt um uppeldi og eitthvað væl þú ert bara snúa útúr ... ég fór þarna því ég á bara valla efni á því að fara í bíó eða kaupa mér mat og vera í skóla

Fannar (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband